Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   lau 09. nóvember 2024 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Þorri og félagar upp í efstu deild - Stefan lagði upp og fór síðan meiddur af velli
Þorri Mar er kominn í Allsvenskuna
Þorri Mar er kominn í Allsvenskuna
Mynd: Öster
Stefan Ljubicic lagði upp og fór síðan meiddur af velli
Stefan Ljubicic lagði upp og fór síðan meiddur af velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Mar Þórisson og félagar hans í Öster eru komnir upp í sænsku úrvalsdeildina eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Degerfors í lokaumferð B-deildarinnar í dag.

Dalvíkingurinn hefur ekkert spilað með Öster síðustu mánuðina vegna meiðsla en hann hafði spilað ellefu leiki með liðinu áður en hann meiddist.

Öster og Landskrona voru í baráttunni um að komast upp en Öster var með 51 stig á meðan Landskrona var með 49 stig. Landskrona tapaði og þurfti Öster að minnsta kosti að ná í stig.

Liðið gerði gott betur og vann topplið Degerfors og mun því spila í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2013. Öster hafnaði í öðru með 54 stig en Degerfors í efsta með 55 stig.

Davíð Þór Viðarsson spilaði 18 leiki í sænsku B-deildinni árið 2012 er liðið fór upp í efstu deild, en hann fór frá félaginu í ágúst sama ár og samdi við Vejle í Danmörku.

Adam Ingi Benediktsson var í liði Östersund í dag sem gerði 1-1 jafntefli við Brage. Östersund hafnaði í 14. sæti og mun þurfa að fara í umspil til að bjarga sér frá falli.

Stefan Alexander Ljubicic lagði upp fyrra mark Skövde AIK í 2-2 jafntefli gegn Örebro.

Hann lagði upp markið á 8. mínútu en fór síðan meiddur af velli tæpum hálftíma síðar.

Valgeir Valgeirsson kom inn af bekknum hjá Örebro er liðið var 2-0 undir en liðið náði að skora tvö mörk á síðustu tuttugu mínútum og bjarga þannig stigi. Skövde er fallið niður í C-deildina en Örebro heldur sæti sínu í deildinni. Liðið hafnaði í 11. sæti með 39 stig.

Oskar Sverrisson sat allan tímann á bekknum hjá Varberg sem vann Sandviken, 2-1. Varberg verður áfram í B-deildinni eftir að hafa hafnað í 10. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner