Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. desember 2022 18:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Livakovic ótrúlegur vítabani - Hissa ef hann fer ekki
Varði frá Rodrygo
Varði frá Rodrygo
Mynd: Getty Images

Króatía er komið í undanúrslit á HM eftir óvæntan sigur á Brasilíu eftir vítaspyrnukeppni.


Króatíska liðið hefur sýnt á undanförnum stórmótum að þeir eru með meiraprófið í vítaspyrnukeppni. Markvörðurinn Dominik Livakovic hefur svo sannarlega stolið senunni en hann varði fyrsta víti Brasilíu í dag og setti tóninn.

Frammistaða hans var til umræðu í HM stofunni en hann leikur með Dinamo Zagreb í heimalandinu.

„Livakovic virkaði sennilega á leikmenn Brasilíu eins og markið væri alltaf að minnka, þetta er ótrúleg kúnst í þessum vítakeppnum, hann breiðir vel úr sér. Hann er ótrúlegur vítabani og þetta er frábær saga sem endurspeglar sögu Króata í þessari keppni og í öllum keppnum hingað til," sagði Arnar Gunnlaugsson.

„Ég yrði hissa ef hann verður ekki bara tekinn strax eftir þetta mót. Þó það væri ekki nema bara að ganga frá kaupunum og fá hann eftir tímabilið. Þetta er ein af stjörnum mótsins, hann er samt orðinn 27 ára, hann er ekki ungur en hann á heilmikið eftir og er að stimpla sig þvílíkt inn í heimsfótboltanum," sagði Heimir Hallgrímsson


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner