Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. desember 2023 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Magnaður sigur Leipzig á Dortmund
Leipzig vann Dortmund í fimm marka leik
Leipzig vann Dortmund í fimm marka leik
Mynd: Getty Images
Borussia D. 2 - 3 RB Leipzig
0-1 Ramy Bensebaini ('32 , sjálfsmark)
1-1 Niklas Sule ('45 )
1-2 Christoph Baumgartner ('54 )
1-3 Yussuf Poulsen ('90 )
2-3 Niclas Fullkrug ('90 )
Rautt spjald: Mats Hummels, Borussia D. ('15)

RB Leipzig vann dramatískan 3-2 sigur á Borussia Dortmund á Signal Iduna Park í þýsku deildinni í dag.

Mats Hummels, varnarmaður Dortmund, var rekinn af velli eftir aðeins fimmtán mínútur er hann tæklaði aftan í Lois Openda sem var að sleppa í gegn.

Það bætti gráu ofan á svart er Ramy Bensebaini skoraði í eigið net eftir hornspyrnu Leipzig á 32. mínútu. NIklas Süle jafnaði undir lok fyrri hálfleiksins, en Christoph Baumgartner var fljótur að koma Leipzig aftur í forystu í byrjun síðari.

Undir lok leiks bætti Yussuf Poulsen við þriðja marki Leipzig með góðu skoti úr teignum áður en Niclas Füllkrug minnkaði muninn stuttu síðar.

Góður sigur Leipzig sem er í 4. sæti með 29 stig en Dortmund í sætinu fyrir neðan með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner