mán 10. janúar 2022 21:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Hver þarf Ziyech eða Aubameyang?
Boufal fagnar sigurmarki sínu gegn Gana.
Boufal fagnar sigurmarki sínu gegn Gana.
Mynd: Getty Images
Þá er öllum leikjum dagsins í Afríkukeppninni lokið. Dagurinn byrjaði með naumum sigri Senegal gegn Simbabve þar sem Sadio Mane skoraði flautumark.

Það var ekki mikið skorað í leikjum dagsins, alls voru fjögur mörk skoruð í fjórum leikjum. Allir leikirnir enduðu 1-0. Hingað til hefur ekki verið mikið um flugeldasýningar á þessu móti, en það er mikið eftir.

Marokkó, sem er án Hakim Ziyech á mótinu, byrjar mjög vel. Þeir lögðu Gana að velli, 1-0. Það var Sofiane Boufal, fyrrum leikmaður Southampton, sem skoraði sigurmarkið á 83. mínútu. Boufal spilar núna með Angers í Frakklandi. Thomas Partey og félagar í Gana far ekki vel af stað.

Í þeim riðli, C-riðlinum, fór Gabón með sigur af hólmi í hinum leiknum. Þeir lögðu Kómoreyjar að velli. Gabón var án sinnar helstu stjörnu, Pierre-Emerick Aubameyang, en tókst að landa sigrinum. Aubameyang greindist nýverið með Covid og mun líka missa af næsta leik gegn Gana. Það er áfall fyrir Gabón, en þessi sigur í kvöld var mikilvægur.

Þá vann Gíena 1-0 sigur gegn Malaví. Naby Keita, leikmaður Liverpool, stjórnaði ferðinni á miðsvæðinu hjá Gínea í leiknum. Næsti leikur Gínea er gegn Senegal; þar mætast Liverpool-mennirnir, Mane og Keita.

Á morgun verður leikið í D- og E-riðli. Spurning hvort það verði minni agi og fleiri mörk þar.

Gínea 1 - 0 Malaví
1-0 Issiaga Sylla ('35)

Marokkó 1- 0 Gana
1-0 Sofiane Boufal ('83)

Kómoreyjar 0 - 1 Gabón
0-1 Aaron Boupendza ('16)

Sjá einnig:
Afríkukeppnin: Mane með flautumark af vítapunktinum
Athugasemdir
banner
banner
banner