Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson verður samningslaus í lok tímabilsins og ætlar sér ekki að framlengja samninginn við OB í Danmörku. Aron gekk í raðir OB árið 2020 og styttist í kaflaskil á hans ferli.
Aron hafði sagt frá því fyrr í vetur að það væru ákveðnir hlutir sem hann væri ósáttur með hjá OB og það væri ekki í kortunum að skrifa undir nýjan samning. Hann var svo í öðru viðtali á dögunum þar sem hann var spurður út í sína stöðu.
Aron hafði sagt frá því fyrr í vetur að það væru ákveðnir hlutir sem hann væri ósáttur með hjá OB og það væri ekki í kortunum að skrifa undir nýjan samning. Hann var svo í öðru viðtali á dögunum þar sem hann var spurður út í sína stöðu.
„Staðan er þannig að ég hef ekki rætt við félagið í langan tíma. Það eru hlutir sem ég var ekki ánægður með og er ennþá ekki ánægður með. Eitt af því er sjálfsögðu spiltíminn, snýst líka um virðingu. Svona er þetta í boltanum," sagði Aron í viðtali sem birt var á stuðningsmannasíðunni obstruktion.dk
Aron hefur ekki byrjað deildarleik síðan í ágúst, þar sem hann byrjaði fjóra leiki í röð, en hefur síðan verið varaskeifa fyrir þá Armin Gigovic og Jeppe Tverskov sem hafa spilað flestar mínúturnar á miðjunni á tímabilinu.
Aron hefur komið við sögu þrettán leikjum af sautján í deildinni og eru mínúturnar alls 461, ríflega fimm heilir leikir. Aron var ónotaður varamaður í leiknum gegn Horsens í nóvember sem var síðasti leikur liðsins fyrir vetrarfrí. Aron hefur skorað eitt mark á tímabilinu og var það dramatískt sigurmark gegn Midtjylland í lok október. OB er sem stendur í fimmta sæti Superliga og er taplaust síðan í september.
Aron er 28 ára miðjumaður sem hefur spilað 82 leiki með OB frá komu sinni og hefur í þeim skorað fimm mörk.
Stöðutaflan
Danmörk
Superliga - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 17 | 9 | 6 | 2 | 32 | 19 | +13 | 33 |
2 | Midtjylland | 17 | 10 | 3 | 4 | 31 | 22 | +9 | 33 |
3 | Randers FC | 17 | 8 | 6 | 3 | 31 | 19 | +12 | 30 |
4 | AGF Aarhus | 17 | 7 | 7 | 3 | 30 | 17 | +13 | 28 |
5 | Brondby | 17 | 7 | 6 | 4 | 31 | 22 | +9 | 27 |
6 | Silkeborg | 17 | 6 | 8 | 3 | 29 | 23 | +6 | 26 |
7 | FC Nordsjaelland | 17 | 7 | 5 | 5 | 30 | 29 | +1 | 26 |
8 | Viborg | 17 | 5 | 6 | 6 | 29 | 27 | +2 | 21 |
9 | AaB Aalborg | 17 | 4 | 5 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
10 | Sonderjylland | 17 | 4 | 4 | 9 | 21 | 37 | -16 | 16 |
11 | Lyngby | 17 | 1 | 7 | 9 | 12 | 24 | -12 | 10 |
12 | Vejle | 17 | 1 | 3 | 13 | 16 | 40 | -24 | 6 |
Athugasemdir