Altay Bayindir verður í marki Manchester United gegn Arsenal á sunnudag. Leikurinn er í þriðju umferð FA-bikarsins.
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, hefur staðfest þetta.
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, hefur staðfest þetta.
„Altay mun spila," sagði Amorim við fréttamenn í dag og bætti við að hann væri að reyna að finna bestu lausnirnar til að vinna leikinn.
Bayindir hefur verið varamarkvörður Man Utd frá því hann gekk í raðir félagsins fyrir síðustu leiktíð. Hann fékk að spreyta sig gegn Tottenham í deildabikarnum á dögunum og átti þar ekki góðan leik. En hann fær annað tækifæri núna.
Marcus Rashford, framherji Man Utd, er þá klár í slaginn eftir veikindi og gæti verið í hópnum.
Athugasemdir