Stjórnendur bandarísku MLS-deildarinnar neyddust til að biðjast afsökunar eftir risastórt klúður í gær.
Þannig er mál með vexti að MLS-deildin tilkynnti á vefsíðu sinni að Atlanta United væri búið að festa kaup á japanska landsliðsmanninum Kyogo Furuhashi, sem hefur átt stórkostlegt tímabil með skoska liðinu Celtic.
Þar kom fram að hann væri búinn að semja við Atlanta en færslunni var eytt stuttu síðar.
MLS-deildin sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem það baðst afsökunar og að þarna hafi mikill misskilningur átt sér stað en Atlanta keypti annan japanskan leikmann að nafni Cayman Togashi sem kom frá japanska liðinu Sagan Tosu.
Það merkilega við þetta er að Atlanta United er mjög áhugasamt um Furuhashi og var talað um það í síðasta mánuði að félagið væri að undirbúa 10 milljón dollara tilboð í leikmanninn.
Engu að síður var þetta stórt klúður og þá sérstaklega þar sem Furuhashi var að spila með Celtic gegn Dundee United á sama tíma og MLS-deildin birti færsluna.
MLS mistakenly posts erroneous story about Kyogo Furuhashi transfer to Atlanta United https://t.co/Y7R54sqraM pic.twitter.com/AENtsKNGYS
— New York Post Sports (@nypostsports) January 9, 2025
Athugasemdir