Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. febrúar 2021 23:32
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi Þór: Alltof opinn leikur
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið og var meðal bestu manna vallarins er Everton sló Tottenham úr leik í enska bikarnum.

Gylfi Þór lagði upp þrjú mörk og skoraði úr vítaspyrnu í 5-4 sigri í framlengdum leik. Hann var kátur að leikslokum.

„Þetta var alltof opinn leikur. Það voru alltof mörg mörk en það hefur eflaust verið gaman að horfa á þennan leik heima í stofu. Við gerðum frábærlega að standa uppi sem sigurvegarar eftir að hafa fengið þrjú mörk á okkur úr föstum leikatriðum. Við sýndum stórkostlegan karakter," sagði Gylfi við BT Sport.

„Það er alltaf sérstakt fyrir mig að spila gegn Tottenham. Ég elska félagið, starfsmennina og leikmennina þar og það var gaman að hitta alla aftur. En það sem skiptir máli er að við unnum leikinn og erum enn í keppninni."
Athugasemdir
banner
banner