Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 10. febrúar 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Hákon kom við sögu í tapi gegn PSG
Mynd: EPA
Mynd: EPA
PSG 3 - 1 Lille
0-1 Yusuf Yacizi ('6)
1-1 Goncalo Ramos ('10)
2-1 Alexsandro ('17, sjálfsmark)
3-1 Randal Kolo Muani ('80)

Franska stórveldið PSG tók á móti Lille í lokaleik kvöldsins í efstu deild franska boltans og lenti óvænt undir á sjöttu mínútu, þegar Yusuf Yacizi kom boltanum í netið.

Portúgalski framherjinn var snöggur að svara fyrir PSG og jafnaði hann fjórum mínútum síðar, áður en Alexsandro varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net til að gefa PSG forystuna.

Heimamenn í París voru sterkari aðilinn en gestirnir frá Lille áttu sínar rispur. Randal Kolo Muani átti góðan leik og tvöfaldaði hann forystu PSG á lokakaflanum, skömmu áður en Hákoni Arnari Haraldssyni var skipt inn af bekknum.

Hákon Arnar átti góða innkomu þar sem hann var líflegur en tókst þó ekki að hjálpa til við að minnka muninn. Lokatölur urðu 3-1, en Kylian Mbappé var ónotaður varamaður. Luis Enrique er að hvíla hann fyrir viðureignina gegn Real Sociedad í Meistaradeild Evrópu í miðri viku, eftir að stórstjarnan varð fyrir smávægilegum meiðslum í bikarsigri gegn Brest.

PSG trónir á toppi frönsku deildarinnar með ellefu stiga forystu á Nice í öðru sæti, sem á leik til góða.

Lille er í fjórða sæti, aðeins fjórum stigum á eftir Nice.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner