Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   lau 10. febrúar 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Jónatan Ingi og Tryggvi Hrafn jörðuðu ÍBV
Mynd: Skjáskot/Valur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 7 - 1 ÍBV
1-0 Jónatan Ingi Jónsson ('6 )
1-1 Sverrir Páll Hjaltested ('9 )
2-1 Sigurður Egill Lárusson ('25 )
3-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('39 )
4-1 Jónatan Ingi Jónsson ('60 )
5-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('66 )
6-1 Guðmundur Andri Tryggvason ('80 )
7-1 Aron Jóhannsson ('87 )

Valur og ÍBV áttust við í Lengjubikarnum í kvöld og rúlluðu Valsmenn gjörsamlega yfir Vestmannaeyinga.

Jónatan Ingi Jónsson kom Val yfir snemma leiks en Sverrir Páll Hjaltested var fljótur að jafna fyrir Eyjamenn. Eftir það réðu Valsmenn gangi mála og voru komnir í 3-1 forystu í leikhlé, eftir mörk frá Sigurði Agli Lárussyni og Tryggva Hrafni Haraldssyni.

Í síðari hálfleik fullkomnuðu Jónatan Ingi og Tryggvi Hrafn tvennurnar sínar áður en Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Jóhannsson bættu sitthvoru markinu við.

Lokatölur urðu 7-1 í þessum stórsigri Vals gegn ÍBV og er Valur með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Lengjubikarnum.

Þetta var fyrsti leikur ÍBV í Lengjubikarnum í ár, en Eyjamenn spila við Fylki í næstu umferð á meðan Valur á leik við Þrótt R. framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner