Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Telur að Maupay verði einn daginn laminn fyrir uppátæki sín
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Neil Maupay er alls ekki allra og líklega fæstra ef nánar er farið út í það, en hann kemur með öðruvísi orku í leiki og einn daginn mun sú orka honum honum í vandræði, en þetta sagði Michail Antonio í Footballer's Football.

Á dögunum tók Maupay fagnið hans James Maddison í leik Brentford og Tottenham.

Maddison hló að Maupay eftir leik og sagði að hann skoraði ekki nægilega mörg mörk til þess að skapa sitt eigið fagn.

Á mánudag mætti hann síðan Manchester City þar sem hann lenti í hörku rifrildi við Kyle Walker, leikmann City. Walker er sagður hafa hótað að kýla hann.

Antonio segir að Maupay sé að dansa á línunni með þessum uppátækjum sínum og að það muni koma honum í frekari vandræði ef hann haldi þessu áfram.

„Maupay er þekktur fyrir að æsa aðeins upp menn. Ég þekki einn sem þekkir hann vel og á hann víst að vera svakalega góður náungi utan vallar, en hann gerir þetta viljandi. Mér finnst eins og hann fari inn á völlinn sérstaklega til þess fara í taugarnar á fólki og nú er hann þekktur fyrir það. Hann er sennilega óviðkunnanlegasti leikmaður vallarins og einn daginn verður hann laminn! Í gamla daga gerðust hlutirnir oft í göngunum, en nú er árið 2024 og þá kæmist maður ekki upp með það,“ sagði Antonio.

Þó fagnið gegn Tottenham hafi verið gott grín þá á hann að hafa gengið yfir strikið í rifrildi sínu við Walker, en þar er sagt að hann hafi nefnt börn hans á nafn.

Walker kom fram í viðtali á dögunum og baðst þar afsökunar á að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni og barnað áhrifavaldinn Lauryn Goodman, í annað sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner