Philippe Clement þjálfari Rangers segir útilokað að hann segi upp starfi sínu eftir óvænt tap í skoska bikarnum í gær.
Rangers tapaði heimaleik gegn Queen's Park, liði sem leikur í næstefstu deild. Lokatölur urðu 0-1 fyrir Queen's Park sem skoraði með einu marktilraun sinni í leiknum á 69. mínútu.
James Tavernier fékk besta færi Rangers til að jafna metin en hann klúðraði vítaspyrnu á 97. mínútu. Þetta er eitt óvæntasta tap í langri sögu Rangers.
„Ég er ekki að hugsa um að hætta. Ég býst ekki við að eiga samtal við stjórnina um þetta vegna þess að þjálfaraskipti eru ekki rétta svarið á þessum tímapunkti. Er eitthvað sem myndi raunverulega breytast við það?" svaraði Clement að leikslokum.
„Í gær var allt jákvætt, við vorum búnir að bæta okkur sem lið. Við náðum meiri stöðugleika í deildinni, náðum topp 8 í Evrópu og allt það. Þetta breytist ekki allt á 90 mínútum, bara með einum tapleik á heimavelli. Ef þú tekur ákvarðanir með þessum hætti þá ertu að taka tilfinningalegar ákvarðanir sem skila engum árangri til langs tíma. Þess vegna býst ég ekki við samtali við stjórnendur útaf þessu tapi. Ég skil að stuðningsmenn eru tilfinningaríkir á þessari stundu, en ég veit að þeir stóðu með mér fyrir þremur klukkustundum. Ég veit það og þeirra skoðun getur ekki breyst með einum leik.
Ég er líka mjög reiður og pirraður yfir þessu tapi útaf því að þetta var eitt af okkar helstu markmiðum á tímabilinu. Þetta var stysta leiðin fyrir okkur til að vinna bikar og við klúðruðum því. Það er ömurlegt.
„Þessi úrslit eru gjörsamlega óásættanleg. Við vorum ekki nægilega yfirvegaðir í seinni hálfleiknum og tókst ekki að skora."
Athugasemdir