Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 15:06
Elvar Geir Magnússon
Börkur fer inn í stjórn KSÍ
Börkur Edvardsson verður sjálfkjörinn inn í stjórn KSÍ.
Börkur Edvardsson verður sjálfkjörinn inn í stjórn KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson verður sjálfkjörinn inn í stjórn KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer laugardaginn 22. febrúar.

Varaformaðurinn Helga Helgadóttir býður sig fram til endurskjörs og einnig stjórnarfólkið Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir.

Unnar Stefán Sigurðsson býður sig hinsvegar ekki fram áfram og því ljóst að Börkur tekur sæti hans í stjórninni þar sem önnur framboð bárust ekki.

Ingi Sigurðsson, Pálmi Haraldsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson eru einnig í stjórninni en þeirra kjörtímabili lýkur á næsta ári.

Börkur hætti í vetur sem formaður fótboltadeildar Vals. Hann var formaður á Hlíðarenda frá árinu 2003. Í formannstíð Barkar varð Valur 14 sinnum orðið Íslandsmeistari í fótbolta og tíu sinnum bikarmeistari. Börkur hefur verið mjög áberandi í íslensku fótboltalífi og mun vafalítið verða það áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner