Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   fös 10. mars 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Skot ganga á milli Randers og AGF í Game of Thrones stíl
Elmar mætir gömlu félögunum í Randers í kvöld.
Elmar mætir gömlu félögunum í Randers í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mikil spenna er í gangi fyrir leik Randers og AGF í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en þar verða Íslendingar í eldlínunni.

Ólafur Kristjánsson þjálfar Randers og Hannes Þór Halldórsson er markvörður liðsins. Theodór Elmar Bjarnason og Björn Daníel Sverrisson spila síðan með AGF. Elmar fór einmitt frá Randers til AGF árið 2015 en hann er klár í leikinn í kvöld eftir meiðsli.

Talsverður rígur er á milli félaganna og það hefur sést á skotum sem hafa gengið á milli á Twitter í vikunni. AGF keypti einnig heilsíðu auglýsingu í staðarblaðinu í Randers þar sem Randers fékk að heyra það!

Yfir 1000 stuðningsmenn AGF ætla að leggja leið sína á leikinn í Randers. Stuðningsmenn Randers mættu á æfngu lðisins í gær til að peppa sína menn en þar voru þeir með flugelda og læti. Stemningin í stúkunni á því eftir að verða mögnuð í kvöld.

Randers hefur tapað sjö leikjum í röð og ekki skorað í síðustu sex deildarleikjum. Á meðan er AGF óvænt í fallbaráttu í þriðja neðsta sæti deildarinnar þrátt fyrir að miklu hafi verið kostað til í leikmannamálum. Það er því ljóst að mjög hart verður barist um stigin í kvöld.

Hér að neðan má sjá skotin sem hafa gengið á milli á Twitter í vikunni en þau eru tengd Game of Thrones.







Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner