Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 10. mars 2023 12:47
Elvar Geir Magnússon
Hætta á frestunum í enska boltanum um helgina
Hætta er á að einhverjum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum verði frestað um helgina vegna vetrarveðurs og snjókomu á Bretlandseyjum.

Lægð gengur yfir landið og heldur áfram í dag og fram á morgundaginn. Búist er við töluverðum röskunum á samgöngum.

Þó flestir leikvangar úrvalsdeildarinnar séu vel búnir til þess að takast á við veðrið er ekki víst að götur í kringum þá geti höndlað leikina. Ófærð gæti ógnað öryggi vallargesta.

Mirror segir að óttast sé að leik Leeds gegn Brighton á morgun gæti mögulega verið frestað. Skólum og mörgum fyrirtækjum hefur verið skellt í lás í borginni vegna veðursins.

Veðrið gæti líka haft áhrif á leik Leicester gegn Chelsea en á svæðinu er spáð miklu frosti í nótt sem gæti orsakað hálku á morgun.

Mikill snjór hefur líka gert það að verkum að skólum í Liverpool hefur verið lokað og óvissa ríkir um leik Everton gegn Brentford.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir