fös 10. mars 2023 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon framlengir út tímabilið 2027
Mynd: Guðmundur Svansson
Sænska félagið Elfsborg tilkynnti í morgun að það hefði náð samkomulagi við Hákon Rafn Valdimarsson um framlengingu á samningi við íslenska markvörðinn. Hákon er nú samningsbundinn út tímabilið 2027. Gamli samningurinn gilti út tímabilið 2026.

Hann er búinn að vera hjá félaginu í eitt og hálft ár, kom frá uppeldisfélaginu Gróttu sumarið 2021.

Hann varði mark liðsins í fimm leikjum tímabilið 2021 og fjórtán leikjum á síðasta tímabili, stóð á milli stanganna seinni hluta tímabilsins þegar liðið endaði í sjötta sæti.

Hákon er 21 árs og á að baki fjóra leiki með A-landsliðinu.

„Ég er ánægður að geta framlengt samninginn minn hjá Elfsborg. Ég nýt þess að vera hér og klár í að byrja nýtt tímabil. Þetta er góður staður fyrir mig til að halda minni þróun áfram. Mér finnst ég vera að þróast í rétta átt," sagði Hákon við undirskrift.

„Hákon heldur áfram að þróast, er alltaf að bæta sig og leggur hart að sér. Hann er á uppleið og hefur sýnt stöðugleika í sínum leik. Við erum með frábært markvarðateymi í Elfsborg," sagði þjálfarinn Jimmy Thelin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner