
Þróttur R. 3 - 1 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('7 )
1-1 Katherine Amanda Cousins ('13 )
2-1 Katla Tryggvadóttir ('47 )
3-1 Sæunn Björnsdóttir ('83 )
0-1 Sandra María Jessen ('7 )
1-1 Katherine Amanda Cousins ('13 )
2-1 Katla Tryggvadóttir ('47 )
3-1 Sæunn Björnsdóttir ('83 )
Þróttur R. mun spila í undanúrslitum Lengjubikarsins en þetta varð ljóst eftir 3-1 sigur liðsins á Þór/KA í Egilshöll í kvöld.
Sandra María Jessen, sem hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu með Þór/KA, kom liðinu í forystu á 7. mínútu en Katherina Amanda Cousins jafnaði aðeins sex mínútum síðar.
Katla Tryggvadóttir kom Þrótturum yfir snemma í síðari hálfleik áður en Sæunn Björnsdóttir gerði út um leikinn.
Þróttur er með fullt hús stiga í efsta sæti riðils 1 eftir fjóra leiki og er því komið í undanúrslit. Þór/KA er í öðru sæti og þarf aðeins eitt stig til að fara með Þrótturum í undanúrslitin.
Athugasemdir