Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. mars 2023 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Góður sigur Framara - Fjölnir lagði Fylki
Aron Jóhannsson skoraði tvö fyrir Fram
Aron Jóhannsson skoraði tvö fyrir Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Ingi Jónsson skoraði í sigri Fjölnis
Hákon Ingi Jónsson skoraði í sigri Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hafnaði í 3. sæti með 8 stig í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla eftir að hafa unnið Njarðvík, 3-1, á Framvellinum í kvöld. Fjölnir vann á meðan Fylki, 2-0, á Würth-vellinum.

Njarðvíkingar tóku forystuna gegn Fram á 31. mínútu í gegnum Kenneth Hogg og var staðan 1-0 í hálfleik fyrir gestunum en í þeim síðari tókst Fram að breyta tapi í sigur.

Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk á tæpum þremur mínútum áður en Jannik Holmsgaard gerði þriðja markið stuttu síðar og tryggði þannig Frömurum sigurinn.

Fram fer því upp að hlið Stjörnunnar í riðli 3 en bæði lið enduðu með 8 stig. Njarðvík lauk keppni með 6 stig.

Sigurvin Reynisson og Hákon Ingi Jónsson sáu til þess að Fjölnir færi heim með öll stigin úr Árbæ í 2-0 sigri á Fylki. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum en Fjölnismenn hafna í 3. sæti í riðli 4 með 9 stig á meðan Fylkir lauk keppni með 7 stig í 4. sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Riðill 3:

Fram 3 - 1 Njarðvík
0-1 Kenneth Hogg ('31 )
1-1 Aron Jóhannsson ('55 )
2-1 Aron Jóhannsson ('57 )
3-1 Jannik Holmsgaard ('60 )

Riðill 4:

Fylkir 0 - 2 Fjölnir
0-1 Sigurvin Reynisson ('18 )
0-2 Hákon Ingi Jónsson ('33 )
Athugasemdir
banner
banner