Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 10. mars 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttur nær í varnarmann frá Bandaríkjunum (Staðfest)
Mikenna McManus hér til vinstri.
Mikenna McManus hér til vinstri.
Mynd: Getty Images
Þróttur Reykjavík hefur fengið frá samkomulagi við bandaríska varnarmanninn Mikenna McManus um að spila með liðinu í sumar.

McManus spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og var þar hjá Northeastern háskólanum.

Eftir að hún útskrifaðist þá fór hún bandarísku atvinnumannadeildina og var á mála hjá Chicago Red Stars. Hún kom við sögu í einum leik á síðasta ári er hún kom inn á sem varamaður í blálokin gegn Gotham.

McManus, sem er fædd árið 1999, er núna komin til Íslands og mun leika með Þrótti í sumar.

Þróttur endaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð en stefnan er klárlega á að gera betur í ár. Félagið hefur styrkt sig vel og stærst er að Katie Cousins er komin til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner