Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. mars 2023 18:00
Elvar Geir Magnússon
Weghorst uppskar loksins laun erfiðisins
Wout Weghorst.
Wout Weghorst.
Mynd: Getty Images
Wout Weghorst skoraði sitt annað mark á tímabilinu þegar Manchester United vann 4-1 sigur í fyrri leiknum gegn Real Betis í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

„Eins og þið hafið séð þá er hann oft á réttum stað, hann gerir mistök en heldur áfram. Hann hefur sýnt frábæran persínuleika og ekki bara í þessum leik," segir Erik ten Hag, stjóri Manchester United.

„Hann hefði getað skorað snemma en hélt einbeitingu, hélt áfram að vinna og koma sér í réttar stöður. Loksins uppskar hann mark og laun erfiðisins."

Weghorst hefur byrjað alla leiki síðan hann kom til Manchester United.

„Líkamlega þá er hann fær um að spila fjölda leikja. Hann er í mjög góðu formi og er fljótur að jafna sig. Ég bjóst við að hann myndi spila mikið en vegna meiðsla Anthony Martial hefur hann spilað nánast alla leiki frá upphafi til enda."

„Hann er að gera góða hluti, hvort sem það er sem fremsti maður eða sem tía á miðjunni. Hann er með leikgreind og góður að sjá hvað mun gerast. Hann er mjög öflugur í spilinu og líka varnarlega," segir Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner