Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, viðurkennir að það sé gríðarleg pressa á liðinu fyrir seinni leikinn gegn Real Sociedad á fimmtudaginn.
Fyrri leikurinn á Spáni endaði 1-1 og United þarf að vinna á Old Trafford til að komast í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.
Fyrri leikurinn á Spáni endaði 1-1 og United þarf að vinna á Old Trafford til að komast í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.
„Þetta verður risaleikur, við þekkjum pressuna og erum meðvitaðir um stöðu okkar í deildinni. Til að vera með í Evrópu á næsta tímabili þurfum við að vinna Evrópudeildina. Það er mikil pressa en það er eitthvað sem fylgir því að vera hjá þessu félagi. Við erum í þessu til að vinna titla," segir Eriksen.
Sigurvegari Evrópudeildarinnar mun fá sæti í Meistaradeild Evrópu.
„United á að vera með í Evrópukeppnum og liðið á ekki að vera í neðri hluta úrvalsdeildarinnar. Við erum ekki í þeirri stöðu sem við viljum vera í, við viljum vera ofar. Vonandi náum við að koma okkur ofar á töfluna."
Athugasemdir