Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Júlíus úr leik í bikarnum - Lærisveinar Milosar úr leik í Meistaradeildinni
Mynd: Elfsborg
Júlíus Magnússon og félagar í Elfsborg eru úr leik í sænska bikarnum eftir tap gegn Malmö í kvöld.

Júlíus var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn en hann fór alla leið í framlengingu. Staðan var markalaus eftir 90 mínútur en sigurmark Malmö kom úr vítaspyrnu eftir sex mínútuna leik í framlengingunni.

Daníel Tristan Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson voru ekki í leikmannahópi Malmö en sá síðarnefndi er meiddur.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn þegar FC Noah vann FC Gandzasar 3-0 í efstu deild í Armeníu. Gandzasar er sem fastast á botninum aðeins með tvö stig eftir 18 leiki en Noah hefur spilað 19 leiki og er með 49 stig á toppnum.

Al-Wasl, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem er undir stjórn Milos MIlojevic, er úr leik í Meistaradeild Asíu eftir 3-1 tap gegn Al-Sadd frá Katar í 16-liða úrslitum í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner