Valur fylgist samkvæmt heimildum Fótbolta.net með Hrannari Snæ Magnússyni en hann er leikmaður Aftureldingar. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-977 um helgina. Samningur hans við Aftureldingu rennur út í nóvember.
Hrannar Snær er uppalinn hjá KF, fæddur árið 2001, og gekk í raðir Aftureldingar fyrir tímabilið 2024.
Hann er kraftmikill leikmaður sem spilar oftast á vinstri kantinum en getur einnig spilað sem bakvörður. Á síðasta tímabili skoraði hann þrjú mörk þegar Afturelding vann sér inn sæti í Bestu deildinni. Hann var fjórum sinnum valinn í lið umferðarinnar í Lengjudeildinni.
Hrannar Snær er uppalinn hjá KF, fæddur árið 2001, og gekk í raðir Aftureldingar fyrir tímabilið 2024.
Hann er kraftmikill leikmaður sem spilar oftast á vinstri kantinum en getur einnig spilað sem bakvörður. Á síðasta tímabili skoraði hann þrjú mörk þegar Afturelding vann sér inn sæti í Bestu deildinni. Hann var fjórum sinnum valinn í lið umferðarinnar í Lengjudeildinni.
Hrannar þekkir ágætlega til á Hlíðarenda því árið 2019 var hann fyrst í mánuð hjá Val og lék svo á tímabilinu með 2. flokki félagsins og venslaliðinu KH.
Hans fyrsta ár í meistaraflokki var 2018 með KF, svo var hann hjá KH en skipti aftur í KF fyrir tímabilið 2020. Hann fór svo á Selfoss fyrir tímabilið 2023 og tók þar eitt tímabil.
Athugasemdir