Keflavík sýndi mikinn karakter í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í dag þegar liðið vann Fylki eftir að hafa lent undir. Árbæingar leiddu verðskuldað eftir fyrri hálfleikinn en Keflvíkingar girtu sig í brók, voru miklu betri í seinni hálfleik og fögnuðu sigri.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Keflavík
„Við lentum undir en gáfumst ekki upp, það var mjög gott hjá liðinu að hætta ekki þó það hafi jafnað heldur náð að sækja sigurinn. Við vorum alltof hægir í uppspilinu okkar í fyrri hálfleik og vorum ekki að ná að ógna nægilega mikið í opnum leik. Það sem við lögðum upp með í seinni hálfleik gekk," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn.
Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, talar Siggi Raggi meðal annars um næsta leik Keflavíkur, sem verður gegn KR.
Athugasemdir