Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   sun 10. maí 2015 11:00
Elvar Geir Magnússon
Berbatov til Bournemouth?
Powerade
Er Berbatov á leið aftur í enska boltann?
Er Berbatov á leið aftur í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Næsti stjóri Manchester City?
Næsti stjóri Manchester City?
Mynd: Getty Images
Sunnudagsslúðrið í ensku pressunni er alltaf gómsætt. Hér er allt það helsta en BBC tók flesta molana saman.

Pep Guardiola (44), stjóri Bayern München, er sagður hafa samþykkt að taka við Manchester City í sumar. (BeIn Sports)

City segir þennan fréttaflutning vera kjaftæði. (Star on Sunday)

AC Milan á Ítalíu vill einnig fá Guardiola og hefur boðið Spánverjanum stjórastarfið hjá sér. (Sunday Times)

Gary Neville telur að Manchester United geti orðið meistari á næsta tímabili en þá þurfi félagið að bæta við sig þremur til fjórum leikmönnum. (Mirror)

Bournemouth sem komið er upp í úrvalsdeildina vill fá Dimitar Berbatov (34), fyrrum sóknarmann Manchester United, frá Monaco. (Sunday Express)

Chelsea er talið líklegast til að fá Koke (23), miðjumann Atletico Madrid sem metinn er á 40 milljónir punda. (Sun on Sunday)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, býst við því að miðjumaðurinn Yaya Toure verði áfram hjá félaginu næsta tímabil. (Star on Sunday)

Chelsea og Liverpool vilja fá Andrea Pirlo (35) miðjumann Juventus. (Tuttosport)

Manchester United hefur lagt fram endurbætt tilboð í hægri bakvörðinn Nathaniel Clyne (24) hjá Southampton. Verðmæti tilboðsins er sagt 18 milljónir punda. (Sunday Times)

Wolfsburg vill fá 45 milljónir punda fyrir Kevin De Bryune, fyrrum leikmann Chelsea, en hann er á óskalista Manchester City. (Sunday Mirror)

Paul Clement, þjálfari Real Madrid, og Mark Warburton, stjóri Brentford, gætu komið í stað Chris Ramsey sem stjóri QPR fyrir næsta tímabil. (Mail on Sunday)

Liverpool hefur áhuga á framherjanum Pierre-Emerick Aubemyang (25) hjá Borussia Dortmund. (Sunday Mirror)

Tottenham og Hull fylgjast með Claudio Beauvue (27) sóknarmanni Guingamp en franska félagið er tilbúð að selja leikmanninn fyrir 6 milljónir punda. Hann hefur skorað 21 mark á tímabilinu. (Mail on Sunday)

Liverpool vill fá Andreas Christensen, varnarmann Chelsea, og er tilbúið að borga 6 milljónir punda fyrir þennan 19 ára Dana. Hann getur bæði spilað sem miðvörður og hægri bakvörður en hefur aðeins byrjað tvo bikarleiki fyrir bláliða. (Sun on Sunday)

Manchester United mun líklega ekki uppskera í tilraunum sínum til að fá sóknarmanninn Edinson Cavani (28) frá Paris St-Germain. Úrúgvæinn fer líklega til Juventus á Ítalíu. (Gazzetta dello Sport)

Martin Skrtel (30), varnarmaður Liverpool, segist vilja vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir að hafa ekki náð samkomulagi um nýjan samning. Þýska félagið Wolfsburg og Napoli og Inter á Ítalíu hafa áhuga á honum. (Liverpool Echo)

Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, vill kaupa Tom Cleverley (25) alfarið frá Manchester United. Hann er á láni hjá Villa. (Birmingham Mail)

Eigendur Manchester United hafna þeirri hugmynd að selja nafnið á Old Tafford. Þeir vita að stuðningsmenn liðsins myndu ekki taka það í mál. (Sunday Telegraph)

Sam Grimshaw (21) vinstri bakvörður úr utandeildarliðinu Glossop fær að fara með Manchester United í æfingaferð til Bandaríkjanna. Hann æfði með United til reynslu og stóð sig vel. (Mail on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner