„ Ég er mjög ósáttur með að fá á okkur jöfnunarmark í lokin, ég var að vonast til að við værum að gera nóg til að landa þessu en því miður''. Segir Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar um leikinn gegn Gróttu í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 2 Þróttur R.
Þróttur var manni fleiri allan seinni hálfleikinn og telur Þórhallur að sínir menn hefðu getað gert betur í þeirri stöðu.
„ Það er gríðaleg orka í þessu Gróttuliði og við kanski ekki alveg á saman stað í dag en við hefðum vissulega getað gert betur. ''
Þórhallur segir að þeir taki bara einn leik í einu og eru enn að móta liðið.
„ Við erum bara að taka næsta leik núna, við erum að fá inn menn rétt fyrir mót og erum að reyna móta anda og stemningu í þessu liði og það tekur tíma og við vissum það að það væri harka að fara í gegnum þessar fyrstu umferðir. ''
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir

























