fim 10. júní 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Elska að fara í ævintýri með liðsfélögum og Keflavík er hinn fullkomni bær"
Mynd: Aerial Chavarin Twitter
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aerial Chavarin var í gær valin besti leikmaður sjöttu umferðar Pepsi Max-deildar kvenna. Hún skoraði tvö mörk í 1-3 útisigri Keflavíkur gegn Breiðabliki.

Fótbolti.net hafði samband við Aerial og spurði hana nokkurra spurninga.

Endurspeglaði frammistöðu liðsins
Hver var lykillinn að sigrinum gegn Breiðabliki og hvernig meturu þína eigin frammistöðu?

„Á æfingum fyrir leikinn unnum við mikið í því hvernig við verjumst sem lið og við vildum vera þéttar. Við vorum allar á sömu blaðsíðu og það hjálpaði okkur að fylgja leikplaninu. Frammistaða mín var endurspeglaði einhvern veginn frammistöðu liðsins. Við mættum allar tilbúnar í slaginn og klárar í að berjast fyrir liðsfélagana," sagði Aerial.

Fyrsti sigurinn kominn
Gott að ná inn fyrsta sigrinum og er þetta eitthvað sem þið getið byggt ofan á?

„Það er góð tilfinning að ná í frysta sigurinn og ég er spennt að sjá hvernig við vöxum sem lið út tímabilið."

Engin uppáhaldsstaða
Hver er uppáhaldsstaða þín á vellinum? Talað hefur verið um Aerial bæði sem miðjumann og sem framherja.

„Í raun á ég mér enga uppáhaldsstöðu. Ég elska allar stöðurnar og ég er klár í að spila þá stöðu sem hentar liðinu best."

Keflavík hinn fullkomni bær
Hvernig kemur til að þú ert að spila á Íslandi og hvernig hefur veran hér verið til þessa?

„Tími minn og upplifun af Íslandi hefur verið frábær til þessa! Ég elska að fara í ævintýri með liðsfélögum mínum og Keflavík er hinn fullkomni bær. Á vellinum erum við að verða betri og betri með hverjum leiknum og ég er spennt að sjá frekari bætingar."

Vill bæta sig sem leikmann í Keflavík
Að lokum, hvað langar þig til að afreka á Íslandi?

„Ég vil vinna fleiri leiki og bæta mig sem leikmann með liðinu," sagði Aerial.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner