fim 10. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Everton vill fá Vlasic aftur frá CSKA
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er að íhuga það að kaupa króatíska sóknartengiliðinn Nikola Vlasic aftur frá CSKA Moskvu en þetta kemur fram á rússneska miðlinum Championaat.

Vlasic er 23 ára gamall en hann kom til CSKA frá Everton á láni fyrir þremur árum og ákvað CSKA svo að kaupa hann í kjölfarið fyrir 15 milljónir punda.

Hann hefur skorað 33 mörk og lagt upp 20 í 103 leikjum fyrir CSKA og verið þeirra mikilvægasti leikmaður en hann gæti yfirgefið félagið í sumar.

Everton er með kaupréttinn á Vlasic og er að íhuga að fá hann aftur til Englands en mun þó ekki hefja viðræður fyrr en eftir Evrópumótið.

Vlasic er í króatíska landsliðshópnum og hefur náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner