Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   fös 10. júlí 2020 21:21
Sverrir Örn Einarsson
Eiður: Fannst við lumbra á þeim
Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals
Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við koma ótrúlega vel inn í þetta og mér fannst við lumbra á þeim því þær voru bara ekkert klárar og við nýttum okkur það mjög vel,“
Sagði Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals eftir 3-1 sigur Vals á ÍBV í Mjólkurbikarnum í kvöld en öll mörk Vals komu á fyrstu 10 mínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 ÍBV

Valur á leik gegn Fylki í næstu umferð Pepsi Max deildarinnar og fannst fréttaritara örla á að leikmenn væru að spara sig fyrir komandi átök þar.

„Mér fannst við detta klárlega niður fyrsta korterið í seinni hálfleik en auðvitað hafa þær engu að tapa þær eru 3-0 undir í hálfleik og þetta er bikarleikur og það skiptir engu máli hvort þú tapir 7-0 eða 3-0 svo við vissum alveg að þær myndu koma alveg á fullu en mér fannst við ekki bregðast nægjanlega vel við því.“

Elín Metta Jensen fékk gult spjald fyrir brot á vallarhelmingi Vals í uppbótartíma og upp úr aukaspyrnunni skoraði ÍBV sárabótarmark. Eiður og Pétur Pétursson þjálfarar Vals virtust ekkert sérstaklega hressir með það á hliðarlínunni.

„Nei það er augljóslega brotið á okkar leikmanni þarna á undan en það er ekkert endilega þetta atvik. Það eru öll atvikin sem þær eiga auglóslega að fá gult spjald fyrir og það byrjaði strax. Mér fannst þær eiginlega ekkert vera að einbeita sér að því að spila fótbolta í fyrri hálfleik. Þær voru að einbeita sér að því að sparka okkur niður og mér finnst ekki næginlega vel tekið á þessu því miður því þetta eru góðir dómarar.“

Sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars um áhuga Vals á Cloé Lacasse
Athugasemdir
banner
banner
banner