Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 10. júlí 2020 21:21
Sverrir Örn Einarsson
Eiður: Fannst við lumbra á þeim
Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals
Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við koma ótrúlega vel inn í þetta og mér fannst við lumbra á þeim því þær voru bara ekkert klárar og við nýttum okkur það mjög vel,“
Sagði Eiður Ben Eiríksson annar af þjálfurum Vals eftir 3-1 sigur Vals á ÍBV í Mjólkurbikarnum í kvöld en öll mörk Vals komu á fyrstu 10 mínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 ÍBV

Valur á leik gegn Fylki í næstu umferð Pepsi Max deildarinnar og fannst fréttaritara örla á að leikmenn væru að spara sig fyrir komandi átök þar.

„Mér fannst við detta klárlega niður fyrsta korterið í seinni hálfleik en auðvitað hafa þær engu að tapa þær eru 3-0 undir í hálfleik og þetta er bikarleikur og það skiptir engu máli hvort þú tapir 7-0 eða 3-0 svo við vissum alveg að þær myndu koma alveg á fullu en mér fannst við ekki bregðast nægjanlega vel við því.“

Elín Metta Jensen fékk gult spjald fyrir brot á vallarhelmingi Vals í uppbótartíma og upp úr aukaspyrnunni skoraði ÍBV sárabótarmark. Eiður og Pétur Pétursson þjálfarar Vals virtust ekkert sérstaklega hressir með það á hliðarlínunni.

„Nei það er augljóslega brotið á okkar leikmanni þarna á undan en það er ekkert endilega þetta atvik. Það eru öll atvikin sem þær eiga auglóslega að fá gult spjald fyrir og það byrjaði strax. Mér fannst þær eiginlega ekkert vera að einbeita sér að því að spila fótbolta í fyrri hálfleik. Þær voru að einbeita sér að því að sparka okkur niður og mér finnst ekki næginlega vel tekið á þessu því miður því þetta eru góðir dómarar.“

Sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars um áhuga Vals á Cloé Lacasse
Athugasemdir
banner