lau 10. júlí 2021 15:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óljóst með framhaldið hjá Nikulási Val - Daði tæpur
Daði Ólafsson
Daði Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikulás Val Gunnarsson kom við sögu í fyrstu sex leikjum Fylkis á þessari leiktíð en hefur ekkert geta spilað síðan.

Fylkir fékk HK í heimsókn í Pepsi Max deildinni í gær en Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis var til viðtals eftir leikinn og var meðal annars spurður út í stöðuna á Nikulási.

„Óljós. Hann er í einhverjum rannsóknum og það er verið að reyna finna út úr því. Það eru einhverjar bólgur hjá lífbeini. Það er bara verið að reyna koma honum í gang. Við þurfum eitthvað sérfræðingateymi í það og við erum að vinna í því."

Daði Ólafsson er að jafna sig af meiðslum en hann skoraði mark Fylkis í gær en tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.

„Það var mest til að hlífa honum, hann fékk aftan í lærið um daginn og er að koma til baka eftir það, þannig að það er svona meiðslafyrirbyggjandi og aftur leikur á þriðjudaginn, svo er bara spurning, var það rétt eða rangt," sagði Atli og glotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner