Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mið 10. júlí 2024 12:11
Elvar Geir Magnússon
Man Utd búið að samþykkja tilboð Marseille í Greenwood
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur samþykkt 26,7 milljóna punda tilboð Marseille í sóknarmanninn Mason Greenwood. Franska félagið mun nú ræða við Greenwood um kaup og kjör.

Í október 2022 var Greenwood, sem er 22 ára í dag, ákærður fyrir nauðgun og heimilisofbeldi en málið var látið niður falla í febrúar í fyrra.

Hluti stuðningsmanna Marseille hafa mótmælt fyrirhuguðum kaupum og vilja ekki sjá Greenwood hjá félaginu.

Síðasti leikur Greenwood fyrir Manchester United kom í janúar 2022. Hann lék á lánssamningi hjá Getafe á Spáni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði tíu mörk og átti sex stoðsendingar í 36 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner