„Þetta var vont,“ sagði Bjarni Jóhannsson eftir leik. „Hnífjafn leikur og mér fannst við svona heldur sterkari aðilinn. Það sem varð okkur að falli í dag var græðgin inn í teig. Það vantaði bara þennan neista til að klára þetta.“
Lestu um leikinn: KA 0 - 1 Leiknir R.
Leiknismenn skora nánast úr sínu fyrsta færi
„Já, þeir komu náttúrulega hér og spiluðu mjög skynsamlega. Tóku góðann tíma í allt og komust upp með það. Þeir biðu bara eftir þessu eina færi, það er stundum gert þegar menn eru á útivelli en mér fannst þeir komast upp með það að drepa leikinn allt of mikið.“
Leiknismenn núna aðeins tveimur stigum frá toppsætinu þó að þetta sé nú þéttur pakki.
„Já, þetta er rosalegur þéttur pakki og þetta eru allir úrslitaleikir. Stundum fellur þetta með manni og stundum ekki en í dag var þetta bara þannig að við kennum okkur bara um það að vera ekki með nógu mikil gæði á síðasta þriðjungnum. Ef svo hefði verið þá hefðum við unnið þennan leik.“
Nánar er rætt við Bjarna í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir