Ivan Bubalo var í liði Fram sem sigraði Hugin í eina leik kvöldsins í Inkasso-deildinni.
Bubalo átti mjög góðan leik og stóran þátt í sigrinum sem fleytir Fram upp í 7. sæti.
Bubalo átti mjög góðan leik og stóran þátt í sigrinum sem fleytir Fram upp í 7. sæti.
„Þetta var góður sigur fyrir Fram, þetta var ekki auðveldur leikur og mikilvægur sigur," sagði Bubalo.
„Við erum með gott lið og þurfum að gera betur í deildinni sem er mjög erfið."
Bubalo átti stóran þátt í fyrsta marki Framara. Hann tók glæsilega aukaspyrnu utan af velli sem fór í slánna og út í teig, þar sem Dino Gavric var fyrstur til að fylgja eftir með að skalla boltann í autt mark.
„Ég hélt að ég hefði skorað en þetta var góð stoðsending fyrir Dino. Ég hef skorað úr mörgum aukaspyrnum í Króatíu."
Athugasemdir






















