Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 10. ágúst 2020 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um Tsimikas: Þetta eru frábærar fréttir
Kostas Tsimikas í Liverpool treyjunni
Kostas Tsimikas í Liverpool treyjunni
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er hæstánægður með að hafa náð í Kostas Tsimikas frá Olympiakos en félagið hefur fylgst með honum síðustu þrjú árin.

Liverpool keypti Tsimikas frá Olympiakos í kvöld en kaupverðið er 11,75 milljón punda. Hann gerir langtímasamning við félagið en hann mun berjast við Andy Robertson um vinstri bakvarðarstöðuna.

„Við höfum lengi vel fylgst með Kostas og erum ánægðir að hann ákvað að ganga til liðs við okkur. Þetta eru frábærar fréttir áður en við snúum aftur til æfinga," sagði Klopp.

„Hann er mjög góður í fótbolta og með hugarfar sigurvegarans og mikill keppnismaður. Ég er mjög ánægður með hugarfarið hans og hann passar vel inn í þann anda sem við erum með í búningsklefanum."

„Hann hefur þegar sýnt að hann er með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur spilað í öðru landi og gert vel og hefur verið stór partur af velgengni Olympiakos sem vann deildina og hefur gert vel í Evrópukeppni."

„Kostas þekkir það af eigin reynslu hvað þarf til þess að berjast um titla, bæði í Grikklandi og í Meistaradeildinni og hann vill afreka meira eins og við."

„Hann hefur spilað gegn erfiðum andstæðingum síðustu tímabil og gert vel og við vitum að hann getur ekki beðið eftir að takast á við nýjar áskoranir sem hentar okkur. Þess vegna erum við í skýjunum með að hann verði hér næstu árin,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner