Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. ágúst 2022 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ofurbikar Evrópu: Sannfærandi sigur Real Madrid
Mynd: Getty Images

Real Madrid 2 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 David Alaba ('37)
2-0 Karim Benzema ('65)


Real Madrid lagði Eintracht Frankfurt að velli er liðin mættust í úrslitaleiknum um Ofurbikar Evrópu, þar sem sigurvegarar Meistaradeildarinnar mæta sigurvegurum Evrópudeildarinnar á upphafi tímabils.

Fyrri hálfleikur reyndist skemmtilegur þar sem bæði lið fengu dauðafæri áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Fyrst var það Thibaut Courtois sem bjargaði Real og svo bjargaði miðvörðurinn Tuta á marklínu fyrir Frankfurt - en það var varnarmaðurinn David Alaba sem skoraði fyrsta mark leiksins.

Austurríski landsliðsmaðurinn skoraði eftir smá skallatennis innan vítateigs í kjölfar hornspyrnu þar sem Karim Benzema skallaði boltann á Casemiro sem skallaði á Alaba sem skoraði. Varnarleikur Frankfurt ekki uppá marga fiska en liðið tapaði 1-6 á heimavelli gegn FC Bayern í fyrstu umferð þýska deildartímabilsins um helgina.

Real Madrid tók völdin á vellinum eftir leikhlé og skoraði Karim Benzema verðskuldað mark eftir góðan undirbúning frá Vinicius Junior til að binda enda á þennan fótboltaleik. 

Real sýndi mikla yfirvegun í sigrinum sem virtist aldrei í hættu eftir að Alaba skoraði fyrra mark leiksins.

Flott frammistaða hjá Real sem var að spila sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu. Frankfurt var að spila sinn þriðja leik en það var ekki að sjá á leikmönnum liðsins að þeir væru í betra standi heldur en Madrídingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner