Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   lau 10. ágúst 2024 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Pedro Neto búinn í læknisskoðun hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Portúgalski kantmaðurinn Pedro Neto er búinn að standast læknisskoðun hjá Chelsea, sem er að kaupa hann úr röðum Wolves fyrir um 55 milljónir punda.

Neto er 24 ára gamall og gerir hann sex ára samning við Chelsea, með möguleika á einu auka ári.

Þessi öflugi kantmaður á 10 landsleiki að baki fyrir sterkt lið Portúgal og mun núna berjast við Noni Madueke um byrjunarliðssæti á hægri kantinum hjá Chelsea undir stjórn Enzo Maresca.

Arsenal og Manchester City eru meðal félaga sem hafa sýnt Neto áhuga en hann er búinn að skrifa undir hjá Chelsea.

Neto verður kynntur til leiks hjá Chelsea á morgun samkvæmt upplýsingum Sky Sports
Athugasemdir
banner
banner