„Við viljum Evrópusætið og sýndum hungrið í dag á erfiðum Víkingsvelli. Ég er gífurlega sáttur með strákana," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, kátur eftir 2-1 sigur á Víkingi R. í kvöld.
Fjölnismenn eru komnir í 2. sætið, að minnsta kosti tímabundið, eftir sigurinn og þeir eru í hörkubaráttu um Evrópusæti.
Fjölnismenn eru komnir í 2. sætið, að minnsta kosti tímabundið, eftir sigurinn og þeir eru í hörkubaráttu um Evrópusæti.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Fjölnir
„Þetta var hungrið sem skipti máli í dag og það var í Fjölnisliðinu. Næsti leikur á móti Þrótti verður mjög erfiður á heimavelli og við þurfum að halda áfram og taka þrjú stig og reyna að ná þessu Evrópusæti."
„Við vorum aðeins í Evrópubaráttu í fyrra og við erum að þroskast og læra. Vonandi er þetta okkar tími að taka þetta skref en við erum ennþá að móta liðið."
„Þetta er ungt lið sem ég er að stýra. Framtíðin er björt og ég hlakka til að klára þetta tímabil og hefja það næsta."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























