Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. september 2020 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greenwood æfði einn þegar hann kom heim frá Íslandi
Greenwood á Laugardalsvelli.
Greenwood á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mason Greenwood er byrjaður að æfa aftur með Manchester United en hann fær ekki að æfa með liðsfélögum sínum.

Mirror greinir frá því að Greenwood hafi þurft að æfa einn við komuna frá Íslandi þar sem Manchester United vill ekki taka neinar áhættur varðandi kórónuveiruna.

Greenwood og félagi hans hjá Manchester City, voru sendir heim úr landsliðsferð eftir að hafa hitt tvær íslenskar stelpur inn á liðshóteli enska landsliðsins. Þeir brutu þannig reglur um sóttvarnir og voru sendir heim, en báðir léku þeir sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi.

Hinn 18 ára gamli Greenwood fær líklega að æfa með liðsfélögum sínum í næstu viku, en hann fékk ekki að æfa með þrátt fyrir að hafa farið í sýnatöku.

Manchester United hefur ekki leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem liðið fær lengri tíma til að undirbúa sig eftir að hafa farið langt í Evrópudeildinni. Man Utd mætir Crystal Palace eftir rúma viku í fyrsta leik sínum í deildinni.

Man Utd er spáð þriðja sæti í spá fréttamanna Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner