Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. september 2022 14:42
Aksentije Milisic
Mathys Tel nú yngsti markaskorarinn í sögu Bayern í deildarkeppni
Mathys Tel.
Mathys Tel.
Mynd: EPA

Franski sóknarmaðurinn Mathys Tel er yngsti markaskorarinn í sögu Bayern München í deildarkeppni en hann var að skora gegn Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni.


Tel er 17 ára og 136 daga gamall, alvöru efni þarna á ferðinni.

Á dögunum varð hann yngsti markaskorarinn í sögu félagsins en þá skoraði hann í 5-0 sigri liðsins á Viktoria Köln í þýska bikarnum.

Þá var hann 17 ára og 126 daga gamall þegar hann gerði fyrsta mark sitt fyrir félagið og varð hann sá yngsti sem hefur skorað í keppnisleik fyrir Bayern.

Þegar þetta er skrifað er staðan 1-0 leik Bayern og Stuttgart en gestirnir héldu að þeir hefðu jafnað metin í byrjun síðari hálfleiks áður en VAR steig inn í.


Athugasemdir
banner
banner
banner