Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 10. september 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Flamengo gafst upp á Martial
Mynd: EPA
Fjallað var um það á dögunum að brasilíska félagið Flamengo hefði áhuga á því að fá Anthony Martial í sínar raðir.

Martial er án félags eftir að samningur hans við Manchester United rann út í sumar.

The Sun fjallar um að Flamengo hefði hafnað tækifærinu á að fá Martial í sínar raðir. Kröfur hans voru á þá leið að Flamengo sá ekki fyrir sér að geta samþykkt þær. Martial bað um þriggja ára samning sem brasilíska félagið fannst of langt og þá bað hann líka um of há laun.

Martial er 28 ára Frakki sem kom til Man Utd árið 2015. AEK Aþena er sagt hafa mikinn áhuga á honum og þá er einnig áhugi frá Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner