Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Formaður Völsungs: Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   þri 10. september 2024 00:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Icelandair
,,Gæti ekki hrósað Sölva nóg
,,Gæti ekki hrósað Sölva nóg
Mynd: EPA

Fótbolti.net ræddi við Guðlaug Victor Pálsson eftir tap íslenska landsliðsins gegn Tyrklandi ytra í Þjoðadeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Við byrjum hræðilega og eigum mjög vondan kafla fyrstu 15-20 mínúturnar. Svo náum við aðeins að komast inn í þetta en þeir voru klárlega betra liðið í dag, við vorum ekki nógu góðir á boltanum," sagði Gulli.

Guðlaugur Victor tekur fulla ábyrgð á öðru marki Tyrkja en Kerem Akturkoglu skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn.

„Við náðum að koma til baka og fórum yfir hlutina sem við þurftum að gera betur í hálfleik. Svo skora þeir þetta mark sem ég tek 100% ábyrgð á. Þar á ég að vera mættur honum. Þeir eru bara betra liðið, við vorum eitthvað að reyna og þetta var 'off' dagur hjá okkur," sagði Gulli.

„Þetta situr í mér og mun sitja í mér í einhvern tíma. Þarna á ég bara að gera betur," sagði hann enn fremur um annað mark Tyrkja.

Sölvi Geir Ottesen hefur tekið föstu leikatriðin í gegn en liðið hefur skorað öll þrjú mörkin í síðustu tveimur leikjunum eftir hornspyrnuþ

„Sölvi er búin að koma frábærlega inn í þetta. Við erum búnir að skora þrjú mörk úr föstum leikatriðum og ekki að fá á okkur neitt úr föstum leikatriðum. Ég gæti ekki hrósað Sölva nóg fyrir sína innkomu," sagði Gulli.

Guðlaugur var eðlilega ekki sáttur með mörkin sem liðið fékk á sig.

„Ég stend hérna alveg vel pirraður. Að selja sig er ekki í boði í þessum bolta, þá verður þér refsað fyrir það. Það er nákvæmlega það sem gerðist í dag, í fyrsta og þriðja markinu líka þegar við töpum boltanum. Þetta eru þessir hlutir sem mega ekki gerast á þessu leveli."


Athugasemdir
banner