Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 10. september 2024 00:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Icelandair
,,Gæti ekki hrósað Sölva nóg
,,Gæti ekki hrósað Sölva nóg
Mynd: EPA

Fótbolti.net ræddi við Guðlaug Victor Pálsson eftir tap íslenska landsliðsins gegn Tyrklandi ytra í Þjoðadeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Við byrjum hræðilega og eigum mjög vondan kafla fyrstu 15-20 mínúturnar. Svo náum við aðeins að komast inn í þetta en þeir voru klárlega betra liðið í dag, við vorum ekki nógu góðir á boltanum," sagði Gulli.

Guðlaugur Victor tekur fulla ábyrgð á öðru marki Tyrkja en Kerem Akturkoglu skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn.

„Við náðum að koma til baka og fórum yfir hlutina sem við þurftum að gera betur í hálfleik. Svo skora þeir þetta mark sem ég tek 100% ábyrgð á. Þar á ég að vera mættur honum. Þeir eru bara betra liðið, við vorum eitthvað að reyna og þetta var 'off' dagur hjá okkur," sagði Gulli.

„Þetta situr í mér og mun sitja í mér í einhvern tíma. Þarna á ég bara að gera betur," sagði hann enn fremur um annað mark Tyrkja.

Sölvi Geir Ottesen hefur tekið föstu leikatriðin í gegn en liðið hefur skorað öll þrjú mörkin í síðustu tveimur leikjunum eftir hornspyrnuþ

„Sölvi er búin að koma frábærlega inn í þetta. Við erum búnir að skora þrjú mörk úr föstum leikatriðum og ekki að fá á okkur neitt úr föstum leikatriðum. Ég gæti ekki hrósað Sölva nóg fyrir sína innkomu," sagði Gulli.

Guðlaugur var eðlilega ekki sáttur með mörkin sem liðið fékk á sig.

„Ég stend hérna alveg vel pirraður. Að selja sig er ekki í boði í þessum bolta, þá verður þér refsað fyrir það. Það er nákvæmlega það sem gerðist í dag, í fyrsta og þriðja markinu líka þegar við töpum boltanum. Þetta eru þessir hlutir sem mega ekki gerast á þessu leveli."


Athugasemdir
banner
banner