Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 10. september 2024 00:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Icelandair
,,Gæti ekki hrósað Sölva nóg
,,Gæti ekki hrósað Sölva nóg
Mynd: EPA

Fótbolti.net ræddi við Guðlaug Victor Pálsson eftir tap íslenska landsliðsins gegn Tyrklandi ytra í Þjoðadeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Við byrjum hræðilega og eigum mjög vondan kafla fyrstu 15-20 mínúturnar. Svo náum við aðeins að komast inn í þetta en þeir voru klárlega betra liðið í dag, við vorum ekki nógu góðir á boltanum," sagði Gulli.

Guðlaugur Victor tekur fulla ábyrgð á öðru marki Tyrkja en Kerem Akturkoglu skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn.

„Við náðum að koma til baka og fórum yfir hlutina sem við þurftum að gera betur í hálfleik. Svo skora þeir þetta mark sem ég tek 100% ábyrgð á. Þar á ég að vera mættur honum. Þeir eru bara betra liðið, við vorum eitthvað að reyna og þetta var 'off' dagur hjá okkur," sagði Gulli.

„Þetta situr í mér og mun sitja í mér í einhvern tíma. Þarna á ég bara að gera betur," sagði hann enn fremur um annað mark Tyrkja.

Sölvi Geir Ottesen hefur tekið föstu leikatriðin í gegn en liðið hefur skorað öll þrjú mörkin í síðustu tveimur leikjunum eftir hornspyrnuþ

„Sölvi er búin að koma frábærlega inn í þetta. Við erum búnir að skora þrjú mörk úr föstum leikatriðum og ekki að fá á okkur neitt úr föstum leikatriðum. Ég gæti ekki hrósað Sölva nóg fyrir sína innkomu," sagði Gulli.

Guðlaugur var eðlilega ekki sáttur með mörkin sem liðið fékk á sig.

„Ég stend hérna alveg vel pirraður. Að selja sig er ekki í boði í þessum bolta, þá verður þér refsað fyrir það. Það er nákvæmlega það sem gerðist í dag, í fyrsta og þriðja markinu líka þegar við töpum boltanum. Þetta eru þessir hlutir sem mega ekki gerast á þessu leveli."


Athugasemdir
banner
banner