Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   þri 10. september 2024 16:19
Elvar Geir Magnússon
U19 kvaddi Slóveníu með sigri gegn Kasökum í markaleik
Ísland vann Kasakstan í sjö marka leik og endaði í öðru sæti á mótinu.
Ísland vann Kasakstan í sjö marka leik og endaði í öðru sæti á mótinu.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Ísland U19 5 - 2 Kasakstan U19
1-0 Daði Berg Jónsson ('1 )
2-0 Daníel Tristan Guðjohnsen ('42 )
3-0 Sölvi Stefánsson ('53 )
4-0 Daði Berg Jónsson ('54 )
4-0 Daníel Tristan Guðjohnsen ('57 , misnotað víti)
4-1 Sautov Arup ('70 )
5-1 Stígur Diljan Þórðarson ('76 )
5-2 Sautov Arup ('82 )
Lestu um leikinn

U19 landsliðið vann 5-2 sigur gegn Kasakstan í dag í síðasta leik sínum á æfingamóti í Slóveníu. Sigurinn gerði það að verkum að Ísland endaði í öðru sæti mótsins.

Daði Berg Jónsson og Daníel Tristan Guðjohnsen skoruðu í fyrri hálfleik og íslenska liðið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik komu svo þrjú íslensk mörk, Daði skoraði sitt annað mark og þeir Sölvi Stefánsson og Stígur Diljan Þórðarson komu sér einnig á blað.

Kasakar skoruðu tvívegis en þau mörk höfðu lítið að segja.

Ísland vann fyrsta leikinn sinn á mótinu 3-0 gegn Mexíkó, en tapaði þeim næsta 0-1 gegn Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner