Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 10. október 2019 14:40
Hafliði Breiðfjörð
Á annað hundrað fjölmiðlamenn á leiknum - Keilan dregin fram
Icelandair
Nýja herbergið fyrir fréttamannafundina. Keilurnar má sjá í miðjum salnum.
Nýja herbergið fyrir fréttamannafundina. Keilurnar má sjá í miðjum salnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á annað hundrað fjölmiðlamanna mun vinna við landsleik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 á morgun en vegna fjöldans hefur þurft að útbúa mikið stærri aðstöðu á Laugardalsvelli.

Herbergið sem vanalega er notað undir fjölmiðlafundi í kjallara Laugardalsvallar er nú orðið vinnuherbergi fyrir ljósmyndara en 35 ljósmyndarar hafa boðað komu sína.

Fréttamannafundir verða svo haldnir í Baldurshaga þar sem skylmingaræfingar fara alla jafna fram. Þar er búið að koma fyrir stóru rými, mun stærra en áður hefur sést á landsleikjum hér á landi.

Á milli fyrstu sæta er búið að koma fyrir keilum til að byrgja ekki sýn myndbandsupptökuvéla sem eru aftast í salnum. Keilan hefur því verið dregin fram aftur en frægt varð þegar keila var á liðsmyndinni þegar íslenska liðið stillti sér upp fyrir framan Icelandir flugvélina á leið á EM 2016.

Myndirnar sem fylgja fréttinni sýna nýja herbergið og keilurnar en í heildina eru 116 fjölmiðlamenn á leiknum.
Athugasemdir
banner