Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 10. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal ætlar að lána Saliba í Championship
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: Getty Images
Arsenal er að vinna að því að lána franska miðvörðinn í ensku Championship-deildina.

Búið er að loka félagaskiptaglugganum en reglur segja til um það að félög í ensku úrvalsdeildinni megi enn versla við félög í neðri deildum Englands til 16. október.

Arsenal keypti hinn 19 ára gamla Saliba frá St. Etienne í fyrra fyrir 27 milljónir punda.

Hann hefur enn ekki spilað á þessu tímabili og var ekki valinn í 25 manna Evrópudeildarhóp Arsenal. Því þykir það nokkuð augljóst að hann sé ekki í plönum Mikel Arteta fyrir tímabilið.

Goal greinir frá því að Arsenal hafi rætt við nokkur félög í Championship-deildinni sem eru áhugasöm um að fá Saliba á láni. Talið er að eitt þeirra félaga sé Brentford en Arsenal mun vanda sig í að finna rétta staðinn fyrir Frakkann unga.
Athugasemdir
banner
banner
banner