Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. október 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danskur miðjumaður ætlar í mál við Genoa
Lasse Schöne.
Lasse Schöne.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Lasse Schöne hefur tilkynnt það að miðjumaðurinn ætlar að fara í mál við ítalska úrvalsdeildarfélagið Genoa.

Schöne er í kuldanum hjá Genoa og var ekki valinn í úrvalsdeildarhóp félagsins.

Revien Kanhai, umboðsmaður Schöne, segir að Genoa hafi brotið gegn því sem samið hafi verið og að hann og skjólstæðingur sinn muni grípa til viðeigandi ráðstafana.

„Það er skandall hvernig komið er fram við Lasse. Félagið lét okkur ekki vita af því að hann væri í kuldanum, annars hefðum við fundið nýtt félag. Við erum tilbúnir að fara í mál við Genoa," sagði Kanhai við Voetbal International.

Schöne er 34 ára gamall en hann er ekki í danska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á morgun.
Athugasemdir
banner
banner