Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. október 2021 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar stoltur af hópnum: Sakaður um að vera vælukjói
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa orðið mjög miklar breytingar á íslenska landsliðinu á skömmum tíma.

Fyrir því eru bæði fótboltalegar og utanaðkomandi aðstæður. Hópurinn er orðinn mikli yngri og ekki margir leikmenn úr gullkynslóðinni eftir - eins og staðan er akkúrat núna.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á fréttamannafundi hvort þetta væri ekki erfið staða að vera í.

„Það eru mjög mörg brottföll. Frá því í leiknum gegn Rúmeníu í umspilinu fyrir EM á síðasta ári, þá eru 9-10 leikmenn úr byrjunarliðinu ekki hérna af mismunandi ástæðum. Í september var ég sakaður um að vera vælukjói þegar ég sagði að það væri krefjandi að takast á við þetta. En þetta er staðreyndin. Ég hlakka mikið til að takast á við leikinn á morgun," sagði Arnar.

„Það er rosalega skemmtilegt að vinna með þessum drengjum sem eru hérna hjá okkur, sem eru 100 prósent hjá okkur og hafa rosalega gaman að því að vera hérna og spila fyrir landsliðið. Það er ekkert að brotna undan neinu. Þetta er staðan eins og hún er akkúrat núna. Við erum rosalega stoltir af þeim hópi sem er hérna, leikmönnnum og þeim skrefum sem leikmennirnir eru að taka."

„Svo sjáum við til hvernig staðan verður til dæmis í nóvember," sagði þjálfarinn.

Með mjög ungan og efnilegan hóp
Birkir Bjarnason, fyrirliðinn í þessu verkefni, sat einnig fundinn. Hann telur þennan hóp alveg nægilega góðan til að vinna leikinn á móti Liechtenstein á morgun.

„Við erum með mjög ungan og efnilegan hóp. Leikmenn verða að koma inn og sýna sig. Ég tel að þessi hópur sé alveg nægilega fær til að taka á þessum leik," sagði Birkir.
Athugasemdir
banner
banner
banner