Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. október 2021 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líst ágætlega á Ása en hefði viljað fá Nik í Breiðablik
Nick og aðstoðarþjálfari hans, Edda Garðarsdóttir.
Nick og aðstoðarþjálfari hans, Edda Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson er núna tekinn við sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.

Vilhjálmur Kári Haraldsson kvaddi liðið eftir síðasta leik, sem var jafnframt fyrsti leikur íslensks félagsliðs í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði gegn PSG þrátt fyrir hetjulega baráttu.

Undir stjórn Villa varð Breiðablik bikarmeistari, endaði í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni og komst fyrst íslenskra liða í riðlakeppni í Evrópukeppni.

Ásmundur tekur núna við liðinu og verður fyrsti leikurinn undir hans stjórn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni. Ásmundur hætti með karlalið Fjölnis á dögunum eftir að honum mistókst að koma liðinu upp í efstu deild en liðið endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar í ár. Hann er fyrrum þjálfari kvennaliðs Augnabliks og þekkir því ágætlega til inn í Breiðablik.

Rætt var um ráðninguna á Ásmundi í síðasta þætti af hlaðvarpinu Heimavellinum.

„Þetta er frábær þjálfari og þjálfari með mikla reynslu. Hann þekkir Breiðablik vel. Fyrir mitt leyti, þá vona ég að þetta fari vel. Mér líst ágætlega á þetta," sagði Helga Katrín Jónsdóttir, fréttaritari. Hún heldur með Breiðabliki.

„Ég held að þetta geti verið flott. Ef ég á að vera hreinskilin, þá hefði ég viljað sjá Nik (Chamberlain) koma."

Nik hefur gert frábæra hluti með Þrótt undanfarin ár. Á tímabilinu sem var að klárast kom Englendingurinn Þrótti í bikarúrslit í fyrsta sinn, ásamt því að liðið endaði í þriðja sæti efstu deildar.

„Eðlileg þróun á ferli Nik er að taka við einu af stóru liðunum tveimur (Breiðablik og Valur). En Ási er frábær þjálfari. Það er ekki rosalega sem þokkalega stór prófíll í karlaboltanum tekur við liði í kvennaboltanum. Kristján Guðmundsson er með Stjörnuna og svoleiðis. Ási er með Blikatengingu," sagði Sæbjörn Þór Steinke, en hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Heimavöllurinn: PEPSI MAX UPPGJÖR 2021
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner