Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fim 10. október 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - U21 tekur á móti Litháen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þar sem Strákarnir okkar í U21 landsliði karla taka á móti Litháen í næstsíðustu umferð í undankeppni fyrir EM.

Ísland lenti í erfiðum riðli með Dönum, Wales og Tékkum en leikurinn gegn Litháum í dag er skyldusigur og heldur vonum Íslands um sæti á EM á lífi.

Ísland þarf sigur gegn Litháum í dag og þarf svo að krækja í frækinn sigur á Dönum í Danmörku á þriðjudaginn í næstu viku til að eiga möguleika á sæti á EM. Þar mætast þjóðirnar í úrslitaleik en Dönum nægir jafntefli á meðan Ísland þarf sigur.

Útlitið hjá U21 landsliðinu í undanriðlinum var afar bjart þar til Strákarnir töpuðu báðum leikjum sínum gegn Wales naumlega.

Undankeppni EM
15:00 Ísland-Litháen (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner