Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fim 10. október 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Brasilía þarf sigur
Mynd: EPA
Það fara fjórir leikir fram í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM í kvöld og í nótt.

Kólumbía heimsækir Bólivíu í fyrsta leik kvöldsins og getur þar tekið toppsæti undandeildarinnar með sigri. Bólivía er búið að vinna afar óvænt þrjá leiki af síðustu fjórum og getur vippað sér upp í HM-sæti með sigri í kvöld.

Heimsmeistararnir í liði Argentínu tróna á toppi deildarinnar sem stendur, með tveggja stiga forystu á Kólumbíu, og heimsækja þeir Venesúela í kvöld. Venesúela reyndist spútnik lið mótsins í Copa América í sumar en hefur ekki tekist að halda sömu frammistöðu áfram í baráttunni um sæti á HM.

Moisés Caicedo og félagar í Ekvador mæta þá Paragvæ áður en Síle og Brasilía eigast við í síðasta leiknum í nótt.

Brasilía er óvænt aðeins með 10 stig eftir 8 umferðir og þarf sigur í kvöld eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Síle hefur einnig verið að eiga afleita undankeppni og situr í næstneðsta sæti með 5 stig.

Leikir kvöldsins:
20:00 Bólivía - Kólumbía
21:00 Venesúela - Argentína
21:00 Ekvador - Paragvæ
00:00 Síle - Brasilía
Athugasemdir
banner
banner