Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 10. nóvember 2016 12:11
Magnús Már Einarsson
Parma
Aron um síðasta leik í Króatíu: Var smá spark í rassinn
Icelandair
Aron á æfingu í Parma í dag.
Aron á æfingu í Parma í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Smárason, Aron og Theodór Elmar á skokkinu á æfingu í dag.
Arnór Smárason, Aron og Theodór Elmar á skokkinu á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur oft verið að glíma við meiðsli fyrir landsleiki á þessu ári. Hann er í betri málum en oft áður fyrir leikinn gegn Króötum á laugardag.

„Ég er allt í lagi. Ég finn til hér og þar en það er eins og gengur og gerist. Ég er bara kátur og tilbúinn í leikinn," sagði Aron við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í Parma í dag. Hann er spenntur fyrir toppslagnum í riðlinum í Zagreb á laugardag.

„Við erum búnir að fara vel yfir þá og það er mikilvægt því að þetta verður erfiður leikur. Þetta er sterk þjóð sem við erum að mæta og þetta gæti verið mikilvægur leikur upp á framhaldið."

Ísland tapaði 2-0 gegn Króötum í Zagreb fyrir þremur árum síðan í umspili um sæti á HM.

„Heimir (Hallgrímsson) kom með góðan punkt um að það hafi verið vendipunktur fyrir okkur sem landslið. Strax eftir það fórum við að einbeita okkur að því að komast á EM og það keyrði okkur áfram. Það var svekkjandi leikur því að við komumst ekki á HM en það var líka smá spark í rassinn á okkur," sagði Aron en má tala um hefndarför til Zagreb?

„Sumir líta kannski á það þannig, það fer eftir því hvernig menn gíra sig í leikinn, hvort menn vilji nota það þannig eða ekki. Þeir voru bara betri en við á þeim degi og skóluðu okkur til. Þeir hafa ekki breytt miklu. Þetta er skipulagt lið og við þurfum að eiga toppleik til að ná einhverju úr leiknum á laugardaginn."

Aron fær verðuga samkeppni á miðjunni á laugardaginn en Luka Modric og Ivan Rakitic, tveir af öflugustu miðjumönnum heims, eru í liði Króatíu.

„Það er ástæða fyrir því að þeir eru í Real Madrid og Barcelona. Þeir eru góðir leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á. Það eru ekki bara þeir tveir, þeir eru með leikmenn í öllum stöðum sem eru að spila með bestu liðum Evrópu. Það verður erfitt að kljást við þá en gaman."

Leikurinn á laugardag fer fram fyrir luktum dyrum líkt og þegar Ísland mæti Úkraínu í september. „Þetta var skrýtið í Úkraínu en við erum allavega búnir að venjast því. Þegar leikurinn byrjar eru menn ekkert að pæla í því. Menn geta þá allavega talað saman," sagði Aron.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner